Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. ágúst 2021 10:34 Auðunn Blöndal leikur leynilögguna Bússa sem berst við hættulegustu glæpamenn landsins í Íslensku hasar- og gamanmyndinni Leynilögga. Pegasus/Elli Cassata Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira