Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 09:54 Stór hluti Greenville brann þegar Dixie-eldurinn svokallaði fór þar yfir. AP/Noah Berger Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. Vanir slökkviliðsmenn segjast aldrei hafa séð eld haga sér eins og Dixie-eldurinn. Dixie eldurinn er einn um hundrað stórra gróðurelda sem loga á fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Flestir þeirra eru í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem langvarandi þurrkur hefur leikið íbúa og umhverfið grátt. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðsutu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Hingað til hefur eldurinn brennt um það bil 1.464 þúsund ferkílómetra og er hann talinn ógna meira en tíu þúsund heimilum í Kaliforníu. Dixie-eldurinn er sá stærsti sem brunnið hefur í Kaliforníu á þessu ári. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á rafmagnslínur. Á miðvikudaginn náði útbreiðsla eldsins miklum hraða og nálgaðist hann Greenville hratt. Eldurinn fór yfir bæinn en um þúsund íbúar hans höfðu flestir yfirgefið bæinn með góðum fyrirvara. Slökkviliðsmenn og aðrir gátu svo farið aftur inn í bæinn í gær og sáu að stór hluti hans hafði brunnið til kaldra kola. Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það en talið er að vel en fógeti sýslunnar telur að vel yfir hundrað heimili hafi brunnið. Miðbær Greenville varð sérstaklega illa úti en þar voru meðal annars rúmlega aldargömul tréhús. Eva Gorman segist hafa tapað öllu þegar bærinn brann. Hún og fjölskylda hennar hafi misst heimili þeirra og fyrirtæki. Hún flúði bæinn fyrir rúmri viku en þá tók hún nokkrar myndir af veggjum heimilis síns, skartgripi og mikilvæg skjöl. Hún segist þrátt fyrir það hafa þurft að skilja ómetanlega muni fjölskyldunnar eftir og þeir hafi orðið eldinum að bráð. Hér má sjá myndefni frá Greenville sem héraðsmiðill birti í gærkvöldi, auki myndbands frá AP og fleirum. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vanir slökkviliðsmenn segjast aldrei hafa séð eld haga sér eins og Dixie-eldurinn. Dixie eldurinn er einn um hundrað stórra gróðurelda sem loga á fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Flestir þeirra eru í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem langvarandi þurrkur hefur leikið íbúa og umhverfið grátt. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðsutu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Hingað til hefur eldurinn brennt um það bil 1.464 þúsund ferkílómetra og er hann talinn ógna meira en tíu þúsund heimilum í Kaliforníu. Dixie-eldurinn er sá stærsti sem brunnið hefur í Kaliforníu á þessu ári. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á rafmagnslínur. Á miðvikudaginn náði útbreiðsla eldsins miklum hraða og nálgaðist hann Greenville hratt. Eldurinn fór yfir bæinn en um þúsund íbúar hans höfðu flestir yfirgefið bæinn með góðum fyrirvara. Slökkviliðsmenn og aðrir gátu svo farið aftur inn í bæinn í gær og sáu að stór hluti hans hafði brunnið til kaldra kola. Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það en talið er að vel en fógeti sýslunnar telur að vel yfir hundrað heimili hafi brunnið. Miðbær Greenville varð sérstaklega illa úti en þar voru meðal annars rúmlega aldargömul tréhús. Eva Gorman segist hafa tapað öllu þegar bærinn brann. Hún og fjölskylda hennar hafi misst heimili þeirra og fyrirtæki. Hún flúði bæinn fyrir rúmri viku en þá tók hún nokkrar myndir af veggjum heimilis síns, skartgripi og mikilvæg skjöl. Hún segist þrátt fyrir það hafa þurft að skilja ómetanlega muni fjölskyldunnar eftir og þeir hafi orðið eldinum að bráð. Hér má sjá myndefni frá Greenville sem héraðsmiðill birti í gærkvöldi, auki myndbands frá AP og fleirum.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05
Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58