Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:57 Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, segir tíma til kominn að Pólland hætti að verða við öllum kröfum Evrópusambandsins. EPA-EFE/RAFAL GUZ Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27