Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:22 Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti ákvörðunar Apple. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira