Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 18:48 Krystsina Tsimanouskaja tekur af sér andlitsgrímu áður en hún ræðir við blaðamenn á flugvellinum í Varsjá í Póllandi í dag. AP/Czarek Sokolowski Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01
Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17