Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 14:51 Charlie Watts mun ekki spila með Rolling Stones á komandi tónleikaferðalagi. Taylor Hill/Getty Images Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Watts sagði í færslu á Twitter að tímasetningin hans væri röng í fyrsta skipti. Þá sagði hann að það myndi taka dágóðan tíma að komast í stand aftur. Mick Jagger, forsprakki Rolling Stones, segist hlakka til að fá Watts til baka þegar honum hafi batnað að fullu. Á meðan Watts jafnar sig mun Steve Jordan taka hans stað við trommurnar. „Það er heiður og forréttindi að fá að vera í læri hjá Watts,“ segir Jordan. „Ég hlakka til að æfa með Mick, Keith og Ronnie. Enginn verður samt glaðari en ég þegar kemur að því að Charlie taki við aftur þegar honum hefur batnað,“ bætir hann við. Talsmaður Watts sagði í tilkynningu: „Charlie undirgekkst aðgerð sem gekk mjög vel, en mér skilst að læknar hans hafi ákveðið að hann þurfi almennilega hvíld og endurhæfingu.“ „Þar sem æfingar hefjast eftir tvær vikur er þetta vægast sagt svekkjandi, en til að gæta sanngirni þá gat enginn séð þetta fyrir,“ bætti hann við. Bandaríkin Bretland Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Watts sagði í færslu á Twitter að tímasetningin hans væri röng í fyrsta skipti. Þá sagði hann að það myndi taka dágóðan tíma að komast í stand aftur. Mick Jagger, forsprakki Rolling Stones, segist hlakka til að fá Watts til baka þegar honum hafi batnað að fullu. Á meðan Watts jafnar sig mun Steve Jordan taka hans stað við trommurnar. „Það er heiður og forréttindi að fá að vera í læri hjá Watts,“ segir Jordan. „Ég hlakka til að æfa með Mick, Keith og Ronnie. Enginn verður samt glaðari en ég þegar kemur að því að Charlie taki við aftur þegar honum hefur batnað,“ bætir hann við. Talsmaður Watts sagði í tilkynningu: „Charlie undirgekkst aðgerð sem gekk mjög vel, en mér skilst að læknar hans hafi ákveðið að hann þurfi almennilega hvíld og endurhæfingu.“ „Þar sem æfingar hefjast eftir tvær vikur er þetta vægast sagt svekkjandi, en til að gæta sanngirni þá gat enginn séð þetta fyrir,“ bætti hann við.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira