Sendi liðsfélagann á sjúkrahús og var síðan rekinn frá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 14:15 J.T. Ibe er nú atvinnulaus eftir gróft brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers. AP/Nell Redmond Ameríski fótboltamaðurinn J.T. Ibe missti starfið sitt í gær eftir fólskulegt brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers. Ibe keyrði þá niður útherjann Keith Kirkwood á æfingu og kom höggið á hálsinn á Kirkwood þegar hann var varnarlaus. Kirkwood lá eftir og var síðan fluttur í burtu í sjúkrabíl. Matt Rhule, þjálfari Carolina Panthers liðsins, byrjaði á því að tala við aðra leikmenn til að vita meira um hvað gerðist en rak síðan Ibe af æfingunni. Seinna var leikmaðurinn rekinn úr félaginu og er því orðinn atvinnulaus. The Panthers waived undrafted free agent J.T. Ibe after a dangerous hit in practice today. pic.twitter.com/qmjyHFmo4E— theScore (@theScore) August 3, 2021 Það var enginn ástæða fyrir að brjóta svona illa á leikmanni hvað þá á sínum eigin samherja. Þessa vegna er Ibe nú fyrrum leikmaður liðsins. Æfingin tafðist um tólf mínútur vegna þessa. Rhule sagði svona brot vera óásættanlegt en greindi frá því að Kirkwood gæti hreyft fæturna og væri ekki með neinn verk í hálsinum. J.T. Ibe er 25 ára gamall og var að reyna að sanna sig fyrir komandi tímabil. hann spilar sem varnarmaður og var í tvö ár hjá Rice háskólanum og í tvö ár hjá South Carolina háskólanum. Hann hafði skrifað undir samning við Carolina Panthers í apríl. RIP to J.T. Ibe's player profile page on the #Panthers website. pic.twitter.com/odMonXTARY— Cat Crave (@CatCraveBlog) August 3, 2021 „Ég var svo inn í mómentinu og áttaði mig ekki á þessu. Ég sá boltann og vildi ná honum. Ég var ekki að miða á hausinn á honum. Ég var bara að reyna að ná boltanum,“ sagði J.T. Ibe í viðtali við The Charlotte Observer. Ibe sagðist jafnframt ekki vera grófur leikmaður og að honum líði illa yfir brotinu. Panthers defensive back J.T. Ibe delivered a hit to the neck area of teammate and wide receiver Keith Kirkwood during practice Tuesday morning.By late morning, Ibe had been released. https://t.co/hUallClqmc— USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 3, 2021 NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Ibe keyrði þá niður útherjann Keith Kirkwood á æfingu og kom höggið á hálsinn á Kirkwood þegar hann var varnarlaus. Kirkwood lá eftir og var síðan fluttur í burtu í sjúkrabíl. Matt Rhule, þjálfari Carolina Panthers liðsins, byrjaði á því að tala við aðra leikmenn til að vita meira um hvað gerðist en rak síðan Ibe af æfingunni. Seinna var leikmaðurinn rekinn úr félaginu og er því orðinn atvinnulaus. The Panthers waived undrafted free agent J.T. Ibe after a dangerous hit in practice today. pic.twitter.com/qmjyHFmo4E— theScore (@theScore) August 3, 2021 Það var enginn ástæða fyrir að brjóta svona illa á leikmanni hvað þá á sínum eigin samherja. Þessa vegna er Ibe nú fyrrum leikmaður liðsins. Æfingin tafðist um tólf mínútur vegna þessa. Rhule sagði svona brot vera óásættanlegt en greindi frá því að Kirkwood gæti hreyft fæturna og væri ekki með neinn verk í hálsinum. J.T. Ibe er 25 ára gamall og var að reyna að sanna sig fyrir komandi tímabil. hann spilar sem varnarmaður og var í tvö ár hjá Rice háskólanum og í tvö ár hjá South Carolina háskólanum. Hann hafði skrifað undir samning við Carolina Panthers í apríl. RIP to J.T. Ibe's player profile page on the #Panthers website. pic.twitter.com/odMonXTARY— Cat Crave (@CatCraveBlog) August 3, 2021 „Ég var svo inn í mómentinu og áttaði mig ekki á þessu. Ég sá boltann og vildi ná honum. Ég var ekki að miða á hausinn á honum. Ég var bara að reyna að ná boltanum,“ sagði J.T. Ibe í viðtali við The Charlotte Observer. Ibe sagðist jafnframt ekki vera grófur leikmaður og að honum líði illa yfir brotinu. Panthers defensive back J.T. Ibe delivered a hit to the neck area of teammate and wide receiver Keith Kirkwood during practice Tuesday morning.By late morning, Ibe had been released. https://t.co/hUallClqmc— USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 3, 2021
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira