Ræningjarnir yfirgáfu skipið Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 10:10 Gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess var siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. AP/Jon Gambrell Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna. Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni. Íran Óman Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni.
Íran Óman Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira