Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 07:15 Jack Grealish Sasha Attwood Mynd/Twitter Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa. Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa.
Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira