Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Stefnt er að því að hefja hefðbundið skólastarf án takmarkana á öllum skólastigum í haust. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. „Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira