Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 15:27 Andrew Cuomo er ríkisstjóri New York og á sínu þriðja kjörtímabili. AP/Richard Drew Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. Sjálfstæð rannsókn embættis ríkissaksóknara leiddi í ljós að minnst ellefu konur hafa sakað Cuomo um áreitni og óviðeigandi hegðun í garð þeirra. Meðal ásakananna gegn ríkisstjóranum er að hann hafi byggt eitrað andrúmsloft í ráðhúsi New York-ríkis þar sem áreitni hafi gengið óáreitt, ef svo má að orði komast. Þá er hann sjálfur meðal annars sakaður um að hafa káfað á konum í óþökk þeirra og kysst þær. Þar á meðal eigin starfsmenn, aðra opinbera starfsmenn og aðrar konur. Óháðir lögmenn sem unnu skýrsluna ræddu við konur sem hafa sakað Cuomo um áreitni, ríkisstjórann sjálfan og starfsmenn hans. Haldinn var blaðamannafundur um niðurstöður rannsóknarinnar sem sjá má hér að neðan. Rannsóknin hófst eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Cuomo opinberlega um óviðeigandi ummæli og þukl, meðal annars. Áreitti lögreglukonu Meðal þeirra sem ríkisstjórinn er sagður hafa brotið á er lögreglukona sem hann hitti í nóvember 2017. Í kjölfar þess fór hann sjálfur fram á að konan yrði flutt í þá sveit ríkislögreglu New York sem sér um að vernda ríkisstjórann. Í kjölfar það áreitti Cuomo konuna nokkrum sinnum. Meðal annars með því að þukla á henni, kyssa hana fyrir framan aðra lögregluþjóna, biðja hana um að kyssa sig og með því að ræða ítrekað við hana á kynferðislegan hátt og í hennar óþökk. Hann spurði hana meðal annars hvort hún gæti fundið handa honum kærustu sem gæti þolað sársauka, af hverju hún klæddist ekki kjól og spurði hana hvað hún væri gömul. Þegar hún sagðist á þrítugsaldri sagði ríkisstjórinn, sem er 63 ára gamall, það vera of háan aldur fyrir sig. Aðrir í sveitinni studdu frásögn konunnar og sögðust hafa séð hvernig ríkisstjórinn hafi komið öðruvísi fram við hana en aðra meðlimi, sem voru allir karlar. Greip í brjóst aðstoðarkonu Ein kona segir Cuomo hafa gripið í brjóst hennar. Hún starfaði sem aðstoðarkona á skrifstofu hans og segir hann ítrekað hafa faðmað hana kysst hana og snert rass hennar. Þá segi rhún hann hafa káfað á brjósti hennar í einu faðmlagi. Þar að auki segir hún að Cuomo hafi ítrekað varpað fram kynferðislegum ummælum í hennar garð. Þar á meðal hafi hann spurt hana hvort hún hefði haldið framhjá eiginmanni sínum og væri til í að gera það. Ríkisstjórinn á einnig að hafa beðið hana um að finna sér kærustu. Ein kona til viðbótar segir Cuomo hafa strokið fingrum sinnum yfir brjóst hennar þegar hann las nafn fyrirtækis sem hún vann hjá en nafnið var skrifað framan á skyrtuna sem hún var klædd. Önnur segir hann hafa gripið í rassinn á sér við myndatöku og svo mætti lengi telja. Neitar að hafa brotið af sér Cuomo sjálfur neitaði að hafa brotið á konunum og sagðist ekki hafa snert neitt á óviðeigandi hátt. Hann sagðist oft faðma fólk og kyssa það, oftast á kinnina eða ennið. Hann sagðist þó mögulega hafa kysst einhverja starfsmenn sína á munninn, án þess að muna hverja. Varðandi aðstoðarkonuna sem nefnd er hér að ofan sagði Cuomo hana hafa ítrekað faðmað sig. Hann hafi faðmað hana á móti svo henni liði ekki vandræðalega. Cuomo viðurkenndi einnig að eiga til að tala um útlit og klæðnað starfsfólks. Framtíð ríkisstjórans óljós New York Times segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir Cuomo. Hann er einnig til rannsóknar vegna dauðsfalla tengdum Covid-19 á hjúkrunarheimilum í New York og vegna bókar sem hann skrifaði. Einhverjir Demókratar hafa kallað eftir því að hann segi af sér. Ríkisþing New York getur ákært hann fyrir embættisbrot en þar eru Demókratar í miklum meirihluta. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Sjálfstæð rannsókn embættis ríkissaksóknara leiddi í ljós að minnst ellefu konur hafa sakað Cuomo um áreitni og óviðeigandi hegðun í garð þeirra. Meðal ásakananna gegn ríkisstjóranum er að hann hafi byggt eitrað andrúmsloft í ráðhúsi New York-ríkis þar sem áreitni hafi gengið óáreitt, ef svo má að orði komast. Þá er hann sjálfur meðal annars sakaður um að hafa káfað á konum í óþökk þeirra og kysst þær. Þar á meðal eigin starfsmenn, aðra opinbera starfsmenn og aðrar konur. Óháðir lögmenn sem unnu skýrsluna ræddu við konur sem hafa sakað Cuomo um áreitni, ríkisstjórann sjálfan og starfsmenn hans. Haldinn var blaðamannafundur um niðurstöður rannsóknarinnar sem sjá má hér að neðan. Rannsóknin hófst eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Cuomo opinberlega um óviðeigandi ummæli og þukl, meðal annars. Áreitti lögreglukonu Meðal þeirra sem ríkisstjórinn er sagður hafa brotið á er lögreglukona sem hann hitti í nóvember 2017. Í kjölfar þess fór hann sjálfur fram á að konan yrði flutt í þá sveit ríkislögreglu New York sem sér um að vernda ríkisstjórann. Í kjölfar það áreitti Cuomo konuna nokkrum sinnum. Meðal annars með því að þukla á henni, kyssa hana fyrir framan aðra lögregluþjóna, biðja hana um að kyssa sig og með því að ræða ítrekað við hana á kynferðislegan hátt og í hennar óþökk. Hann spurði hana meðal annars hvort hún gæti fundið handa honum kærustu sem gæti þolað sársauka, af hverju hún klæddist ekki kjól og spurði hana hvað hún væri gömul. Þegar hún sagðist á þrítugsaldri sagði ríkisstjórinn, sem er 63 ára gamall, það vera of háan aldur fyrir sig. Aðrir í sveitinni studdu frásögn konunnar og sögðust hafa séð hvernig ríkisstjórinn hafi komið öðruvísi fram við hana en aðra meðlimi, sem voru allir karlar. Greip í brjóst aðstoðarkonu Ein kona segir Cuomo hafa gripið í brjóst hennar. Hún starfaði sem aðstoðarkona á skrifstofu hans og segir hann ítrekað hafa faðmað hana kysst hana og snert rass hennar. Þá segi rhún hann hafa káfað á brjósti hennar í einu faðmlagi. Þar að auki segir hún að Cuomo hafi ítrekað varpað fram kynferðislegum ummælum í hennar garð. Þar á meðal hafi hann spurt hana hvort hún hefði haldið framhjá eiginmanni sínum og væri til í að gera það. Ríkisstjórinn á einnig að hafa beðið hana um að finna sér kærustu. Ein kona til viðbótar segir Cuomo hafa strokið fingrum sinnum yfir brjóst hennar þegar hann las nafn fyrirtækis sem hún vann hjá en nafnið var skrifað framan á skyrtuna sem hún var klædd. Önnur segir hann hafa gripið í rassinn á sér við myndatöku og svo mætti lengi telja. Neitar að hafa brotið af sér Cuomo sjálfur neitaði að hafa brotið á konunum og sagðist ekki hafa snert neitt á óviðeigandi hátt. Hann sagðist oft faðma fólk og kyssa það, oftast á kinnina eða ennið. Hann sagðist þó mögulega hafa kysst einhverja starfsmenn sína á munninn, án þess að muna hverja. Varðandi aðstoðarkonuna sem nefnd er hér að ofan sagði Cuomo hana hafa ítrekað faðmað sig. Hann hafi faðmað hana á móti svo henni liði ekki vandræðalega. Cuomo viðurkenndi einnig að eiga til að tala um útlit og klæðnað starfsfólks. Framtíð ríkisstjórans óljós New York Times segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir Cuomo. Hann er einnig til rannsóknar vegna dauðsfalla tengdum Covid-19 á hjúkrunarheimilum í New York og vegna bókar sem hann skrifaði. Einhverjir Demókratar hafa kallað eftir því að hann segi af sér. Ríkisþing New York getur ákært hann fyrir embættisbrot en þar eru Demókratar í miklum meirihluta.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira