Stjóri Chelsea gæti spilað einum framherja sínum meira í vörninni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 15:46 Thomas Tuchel fagnar sigri í Meistaradeildinni með Christian Pulisic. EPA-EFE/Manu Fernandez / POOL Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bandaríski framherjinn Christian Pulisic sé opinn fyrir því að færa sig mun aftar á völlinn á þessu tímabili. Hinn 22 ára gamli Christian Pulisic er vanur því að spila á hægri kanti eða í flestum stöðum fremst á vellinum. Pulisic spilaði hins vegar mun aftar á vellinum í æfingaleik á móti Arsenal um helgina. Tuchel talaði um það eftir leikinn að hann hefði fengið góð viðbrögð við því að Pulisic myndi spila meira sem hægri bakvörður á komandi tímabili. Chelsea vs Villarreal: Tuchel explains new roles for Pulisic, Hudson-Odoi https://t.co/2eSC0UcnfB— Daily Post Nigeria (@DailyPostNGR) August 2, 2021 Pulisic var í byrjunarliðinu á móti Arsenal í þessari stöðu vængbakvarðar og spilaði fyrstu 64 mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Ross Barkley. Chelsea vann leikinn 2-1. Eftir leikinn var Tuchel spurður út í þessa breytingu. „Kannski, kannski. Hann spilaði hjá mér hjá Dortmund og þá spilaði hann margoft þessa stöðu,“ sagði Thomas Tuchel. Pulisic at RWB. Probably not a thing. Probably not. But. No. Probably not. https://t.co/IueH3bRAwW— James Benge (@jamesbenge) August 1, 2021 „Í sambandi við Callum [Hudson-Odoi] þá gat Marcos [Alonso] ekki spilað og því settum við Cally vinstra megin. Mig hefur langað að skoða það í langan tíma því Callum getur verið hættulegri í sóknarleiknum í þeirri stöðu. Hann elskar það og sýndi það í þessum leik,“ sagði Tuchel. „Vanalega þá erum við með Azpi [Cesar Azpilicueta] og Reece [James] í stöðunni hægra megin en þeir voru ekki með í dag. Azpi byrjaði að æfa fyrir tveimur dögum og Reece er ekki byrjaður. Við verðum að vera klárir með lausnir því okkar fyrsti leikur er 11. ágúst á móti Villarreal og svo byrjar tímabilið 14. ágúst. Við getum ekki verið mikið að prófa hluti. Við gátum því látið hann fá mínútur í þessari stöðu,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Christian Pulisic er vanur því að spila á hægri kanti eða í flestum stöðum fremst á vellinum. Pulisic spilaði hins vegar mun aftar á vellinum í æfingaleik á móti Arsenal um helgina. Tuchel talaði um það eftir leikinn að hann hefði fengið góð viðbrögð við því að Pulisic myndi spila meira sem hægri bakvörður á komandi tímabili. Chelsea vs Villarreal: Tuchel explains new roles for Pulisic, Hudson-Odoi https://t.co/2eSC0UcnfB— Daily Post Nigeria (@DailyPostNGR) August 2, 2021 Pulisic var í byrjunarliðinu á móti Arsenal í þessari stöðu vængbakvarðar og spilaði fyrstu 64 mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Ross Barkley. Chelsea vann leikinn 2-1. Eftir leikinn var Tuchel spurður út í þessa breytingu. „Kannski, kannski. Hann spilaði hjá mér hjá Dortmund og þá spilaði hann margoft þessa stöðu,“ sagði Thomas Tuchel. Pulisic at RWB. Probably not a thing. Probably not. But. No. Probably not. https://t.co/IueH3bRAwW— James Benge (@jamesbenge) August 1, 2021 „Í sambandi við Callum [Hudson-Odoi] þá gat Marcos [Alonso] ekki spilað og því settum við Cally vinstra megin. Mig hefur langað að skoða það í langan tíma því Callum getur verið hættulegri í sóknarleiknum í þeirri stöðu. Hann elskar það og sýndi það í þessum leik,“ sagði Tuchel. „Vanalega þá erum við með Azpi [Cesar Azpilicueta] og Reece [James] í stöðunni hægra megin en þeir voru ekki með í dag. Azpi byrjaði að æfa fyrir tveimur dögum og Reece er ekki byrjaður. Við verðum að vera klárir með lausnir því okkar fyrsti leikur er 11. ágúst á móti Villarreal og svo byrjar tímabilið 14. ágúst. Við getum ekki verið mikið að prófa hluti. Við gátum því látið hann fá mínútur í þessari stöðu,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira