Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir faðmar hér Anníe Mist Þórisdóttir eftir að sú síðarnefnda hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira