Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 09:54 Minnst átta hafa farist í gróðureldunum sem brenna í Tyrklandi. Getty/Omer Evren Atalay Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna. Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna.
Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12