Maltneska ríkið bar ábyrgð á dauða blaðamannsins Daphne Caruana Galizia Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 23:21 Daphne Caruana Galizia var myrt í október 2017. Getty/Emmanuele Contini Niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á dauða maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segja að maltnesk yfirvöld þurfi að taka ábyrgð á dauða hennar, eftir að hafa skapað menningu refsileysis í landinu. Caruana Galizia fórst í sprengingu þegar hún hélt akandi út af heimili sínu þann 16. október 2017. Caruana Galizia sérhæfði sig í fréttamennsku um spillingu og er talið að rannsóknir hennar á spillingu á Möltu hafi leitt til dauða hennar. Saksóknarar á Möltu telja að kaupsýslumaðurinn Yorgen Fenech, sem er nátengdur háttsettum embættismönnum á Möltu, hafi staðið að baki morðinu. Fenech, sem bíður eftir að réttað verði yfir honum fyrir aðild að morðinu, hefur neitað ásökunum. Í desember 2017 voru þrír menn handteknir grunaðir um að hafa kveikt í sprengjunni. Einn hefur játað á sig morðið og samkvæmt samkomulagi við dómsyfirvöld afplánar hann nú fimmtán ára fangelsisdóm. Hinir tveir bíða enn réttarhalda. Sá sem játaði mun vera lykilvitni í dómsmálunum. Rannsóknin, sem komst að niðurstöðunni um ábyrgð maltneska ríkisins, var framkvæmd af einum starfandi dómara og tveimur dómurum sem farnir eru á eftirlaun. Niðurstöðurnar voru þær að hátt settir embættismenn á þeim tíma hafi myndað menningu um refsileysi og hafi morðingjar Caruana Galizia því ekki hræðst eftirmálana. Ríkið hafi brugðist þegar það viðurkenndi ekki hættuna sem stafaði að lífi Caruana Galizia og hafi mistekist að grípa til aðgerða til að vernda hana. Malta Tengdar fréttir Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Caruana Galizia fórst í sprengingu þegar hún hélt akandi út af heimili sínu þann 16. október 2017. Caruana Galizia sérhæfði sig í fréttamennsku um spillingu og er talið að rannsóknir hennar á spillingu á Möltu hafi leitt til dauða hennar. Saksóknarar á Möltu telja að kaupsýslumaðurinn Yorgen Fenech, sem er nátengdur háttsettum embættismönnum á Möltu, hafi staðið að baki morðinu. Fenech, sem bíður eftir að réttað verði yfir honum fyrir aðild að morðinu, hefur neitað ásökunum. Í desember 2017 voru þrír menn handteknir grunaðir um að hafa kveikt í sprengjunni. Einn hefur játað á sig morðið og samkvæmt samkomulagi við dómsyfirvöld afplánar hann nú fimmtán ára fangelsisdóm. Hinir tveir bíða enn réttarhalda. Sá sem játaði mun vera lykilvitni í dómsmálunum. Rannsóknin, sem komst að niðurstöðunni um ábyrgð maltneska ríkisins, var framkvæmd af einum starfandi dómara og tveimur dómurum sem farnir eru á eftirlaun. Niðurstöðurnar voru þær að hátt settir embættismenn á þeim tíma hafi myndað menningu um refsileysi og hafi morðingjar Caruana Galizia því ekki hræðst eftirmálana. Ríkið hafi brugðist þegar það viðurkenndi ekki hættuna sem stafaði að lífi Caruana Galizia og hafi mistekist að grípa til aðgerða til að vernda hana.
Malta Tengdar fréttir Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22
Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20
Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03