Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 23:31 Eitt af 122 rauðum spjöldum síðustu leiktíðar í tyrknesku úrvalsdeildinni fer á loft. Arif Hudaverdi Yaman/Anadolu Agency via Getty Images Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu. Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum. Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum.
Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira