Þingmenn deila vegna grímuskyldu: „Hann er svo mikill fáviti“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 23:06 Nancy Pelosi og Kevin McCarthy. AP/J. Scott Applewhite Miklar deilur áttu sér stað í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að grímuskyldu var komið á í fulltrúadeildinni aftur, að ráðleggingu læknis þingsins. Repúblikanar hafa fordæmt ákvörðunina og margir þingmenn hafa neitað að vera með grímur, þó þeim hafi verið hótað sektum. Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51