Opnum lúguna Alda Lóa skrifar 28. júlí 2021 15:07 Jafnlaunastefnan, sem yfirstéttin hrósar sér af á jafnréttishátíðum út um heim, ómar af hræsni meðan algjörlega óheimsfrægar mæður í láglaunastörfum á hundavaði leigumarkaðsins eru svefnlausar yfir fimleika- og ballettdraumum dætra sinna. Draumar sem þær geta ekki uppfyllt, verða að kæfa. 265 þúsund krónur í útborguð laun duga ekki fyrir ballettbúning þegar leigan er greidd. Þá er varla til fyrir mat fyrir barnið. Þessum mæðrum dreymir ekki um stjórnarsetu í Brim eða ráðherraembætti. Draumar þeirra ná ekki lengra en að búa við lágmarks öryggi að geta sinnt daglegum þörfum og draumum barna sinna. Hinar fátæku urðu út undan Fljótlega eftir að Rauðsokkahreyfingin lagðist formlega af sem baráttuhreyfing á fyrri part níunda áratugarins tók við borgaralegur femínismi á Íslandi. Rauðsokkurnar lögðu áherslu á frelsi kvenna frá kynbundnum hlutverkum á heimilinu sem utan þess, sjálfræði yfir líkama sínum, sjálfstæði undan eignarhaldi eiginmanns, lagalega og opinberlega, sem og öðrum kynbundnum hugmyndum samfélagsins. Jafnréttisbarátta í slagtogi við grimman kapítalismann elur á ótta, slekkur á stéttarvitund og þurrkar upp samkennd með kynsystrum af lægri stéttum. Á meðan konur af efri og millistétt fylkja sér saman í baráttuham um vel launaðar stöður innan feðraveldisins, stjórnarsetu fyrirtækja, forstjórastólinn, hásætið í kauphöllinni, kynjakvóta og jafnlaunavottun fyrir milli- og yfirstétta konur. Sambúð með rándýri Borgaralegur femínismi níunda áratugarins vildi hlutdeild í veldinu, kvennaframboðið var stofnað, konur fengu sæti og stöður innan embættismanna kerfisins. Þetta hefur augljóslega gengið mjög vel. Baráttan fyrir konur innan einkafyrirtækja er tregari og hver staða sem kona hreppir er stórsigur. Vissulega trúðu sumar góðar konur, og trúa því kannski enn þá, að feðraveldið myndi molna niður þegar kona tæki við stjórn Neslé og Kók, Olís og N1, að fyrirmyndin ein myndi skila konum á gólfinu sjálfsvirðingu og blablabla. En jafnréttisbarátta sem horfir fram hjá rándýrseðli skepnunnar, nýfrjálshyggjuvædds kapítalisma, og krefst ekki breytinga á kerfinu sjálfu sem feðraveldið ól af sér, kapítalisminn keyrir bara hraðar með konurnar innanborðs. Kappið er um feitasta launaumslagið en ekki mannréttindi, mannvirðingu okkar smæstu systra. Ójöfnuður er eldsneyti vélarinnar. Konur án tengsla við efnahagslegt eða félagslegt kapítal steypast til fátæktar á meðan hinar duglegu fá ríkidæmið, sem er mantra allra kerfa sem feðraveldið hefur alið af sér, í gegnum kapítalisma og kirkju, þeir sem fljóta ofan á eiga allt gott skilið. Kapítalismi þrífst í skjóli ójafnaðar og drottningin í Kauphöllinni mun ekki taka það upp hjá sjálfri sér að segja: „þetta er óbærilegt ástand, líf okkar smæstu systra skipta okkur allar máli, líf hinar fillipísku með moppinn er dýrmætur hluti af alheiminum“. Konan á toppnum í okkar grimma kerfi getur ekki leitt hugann að fátækum verkakonum vegna þess að hún er fyrst og fremst afkvæmi kerfisins, en ekki niðurstaða kvennabaráttu sem byggir á samkennd. Kvennabarátta, sem engar athugasemdir hefur við stigveldi kapítalismans, en setti takmark sitt á jafnari kynjaskiptingu innan feðraveldisins er ekki mannréttindabarátta fyrir góðu samfélagi, heldur barátta hinna betur settu innan feðraveldisins og kapítalismans sem viðheldur ójöfnuði sem bitnar mest á lífi kvenna í hefðbundnum kvennastörfum, lífi verkafólks, lífi öryrkja, lífi ellilífeyrisþega og lífi minnihlutahópa. Kvennabarátta innan kapítalismans er eins og umhverfissinninn sem talar um hlýnun jarðar án þess að nefna kapítalismann sem gerenda en leggur til að fyrirtækið bæti ráð sitt með árlegum græðlingadegi, plöntum trjám einu sinni á ári á meðan við eyðileggjum jörðina. Hugsjón um raunveruleika Munurinn á sósíalískum femínistum og þeim borgaralega er krafan um að dýrið sjálft verði tekið niður, kapítalisminn, stigveldi feðraveldisins og fasismi, og byggja öllum, jafnt konum og körlum, öryrkjum og útlendingum, líf við þokkalegt öryggi, sjálfstæði til þess að hugsa, starfa og þroskast frá fæðingu til grafar. Sósíalískur femínismi er ekki málamiðlun heldur barátta fyrir heimi án stríða, heimi án ofbeldis, heimi án feðraveldis og stigveldis kapítalismans. Grunnurinn er hugsjónir baráttufólks á við Alexöndru Kollontai, Rosu Luxembourg, August Bebel og annarra sem háðu róttæka baráttu fyrir réttindum kvenna í lok nítjándu og byrjun tuttugustu aldar. Oftast er baráttufólk með hugsjónir drepið eða sent í útlegð, en hugsjónirnar fá vængi og stinga sér niður þegar tækifæri og lúga opnast, til dæmis á sjötta áratugnum, sem gat af sér Rauðsokkur og baráttu fyrir mannréttindum og friði. Nú er það okkar verkefni að opna lúguna aftur. Höfundur er sósíalískur feministi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jafnlaunastefnan, sem yfirstéttin hrósar sér af á jafnréttishátíðum út um heim, ómar af hræsni meðan algjörlega óheimsfrægar mæður í láglaunastörfum á hundavaði leigumarkaðsins eru svefnlausar yfir fimleika- og ballettdraumum dætra sinna. Draumar sem þær geta ekki uppfyllt, verða að kæfa. 265 þúsund krónur í útborguð laun duga ekki fyrir ballettbúning þegar leigan er greidd. Þá er varla til fyrir mat fyrir barnið. Þessum mæðrum dreymir ekki um stjórnarsetu í Brim eða ráðherraembætti. Draumar þeirra ná ekki lengra en að búa við lágmarks öryggi að geta sinnt daglegum þörfum og draumum barna sinna. Hinar fátæku urðu út undan Fljótlega eftir að Rauðsokkahreyfingin lagðist formlega af sem baráttuhreyfing á fyrri part níunda áratugarins tók við borgaralegur femínismi á Íslandi. Rauðsokkurnar lögðu áherslu á frelsi kvenna frá kynbundnum hlutverkum á heimilinu sem utan þess, sjálfræði yfir líkama sínum, sjálfstæði undan eignarhaldi eiginmanns, lagalega og opinberlega, sem og öðrum kynbundnum hugmyndum samfélagsins. Jafnréttisbarátta í slagtogi við grimman kapítalismann elur á ótta, slekkur á stéttarvitund og þurrkar upp samkennd með kynsystrum af lægri stéttum. Á meðan konur af efri og millistétt fylkja sér saman í baráttuham um vel launaðar stöður innan feðraveldisins, stjórnarsetu fyrirtækja, forstjórastólinn, hásætið í kauphöllinni, kynjakvóta og jafnlaunavottun fyrir milli- og yfirstétta konur. Sambúð með rándýri Borgaralegur femínismi níunda áratugarins vildi hlutdeild í veldinu, kvennaframboðið var stofnað, konur fengu sæti og stöður innan embættismanna kerfisins. Þetta hefur augljóslega gengið mjög vel. Baráttan fyrir konur innan einkafyrirtækja er tregari og hver staða sem kona hreppir er stórsigur. Vissulega trúðu sumar góðar konur, og trúa því kannski enn þá, að feðraveldið myndi molna niður þegar kona tæki við stjórn Neslé og Kók, Olís og N1, að fyrirmyndin ein myndi skila konum á gólfinu sjálfsvirðingu og blablabla. En jafnréttisbarátta sem horfir fram hjá rándýrseðli skepnunnar, nýfrjálshyggjuvædds kapítalisma, og krefst ekki breytinga á kerfinu sjálfu sem feðraveldið ól af sér, kapítalisminn keyrir bara hraðar með konurnar innanborðs. Kappið er um feitasta launaumslagið en ekki mannréttindi, mannvirðingu okkar smæstu systra. Ójöfnuður er eldsneyti vélarinnar. Konur án tengsla við efnahagslegt eða félagslegt kapítal steypast til fátæktar á meðan hinar duglegu fá ríkidæmið, sem er mantra allra kerfa sem feðraveldið hefur alið af sér, í gegnum kapítalisma og kirkju, þeir sem fljóta ofan á eiga allt gott skilið. Kapítalismi þrífst í skjóli ójafnaðar og drottningin í Kauphöllinni mun ekki taka það upp hjá sjálfri sér að segja: „þetta er óbærilegt ástand, líf okkar smæstu systra skipta okkur allar máli, líf hinar fillipísku með moppinn er dýrmætur hluti af alheiminum“. Konan á toppnum í okkar grimma kerfi getur ekki leitt hugann að fátækum verkakonum vegna þess að hún er fyrst og fremst afkvæmi kerfisins, en ekki niðurstaða kvennabaráttu sem byggir á samkennd. Kvennabarátta, sem engar athugasemdir hefur við stigveldi kapítalismans, en setti takmark sitt á jafnari kynjaskiptingu innan feðraveldisins er ekki mannréttindabarátta fyrir góðu samfélagi, heldur barátta hinna betur settu innan feðraveldisins og kapítalismans sem viðheldur ójöfnuði sem bitnar mest á lífi kvenna í hefðbundnum kvennastörfum, lífi verkafólks, lífi öryrkja, lífi ellilífeyrisþega og lífi minnihlutahópa. Kvennabarátta innan kapítalismans er eins og umhverfissinninn sem talar um hlýnun jarðar án þess að nefna kapítalismann sem gerenda en leggur til að fyrirtækið bæti ráð sitt með árlegum græðlingadegi, plöntum trjám einu sinni á ári á meðan við eyðileggjum jörðina. Hugsjón um raunveruleika Munurinn á sósíalískum femínistum og þeim borgaralega er krafan um að dýrið sjálft verði tekið niður, kapítalisminn, stigveldi feðraveldisins og fasismi, og byggja öllum, jafnt konum og körlum, öryrkjum og útlendingum, líf við þokkalegt öryggi, sjálfstæði til þess að hugsa, starfa og þroskast frá fæðingu til grafar. Sósíalískur femínismi er ekki málamiðlun heldur barátta fyrir heimi án stríða, heimi án ofbeldis, heimi án feðraveldis og stigveldis kapítalismans. Grunnurinn er hugsjónir baráttufólks á við Alexöndru Kollontai, Rosu Luxembourg, August Bebel og annarra sem háðu róttæka baráttu fyrir réttindum kvenna í lok nítjándu og byrjun tuttugustu aldar. Oftast er baráttufólk með hugsjónir drepið eða sent í útlegð, en hugsjónirnar fá vængi og stinga sér niður þegar tækifæri og lúga opnast, til dæmis á sjötta áratugnum, sem gat af sér Rauðsokkur og baráttu fyrir mannréttindum og friði. Nú er það okkar verkefni að opna lúguna aftur. Höfundur er sósíalískur feministi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar