Sport

Brjálaður yfir því leikmennirnir hans vilji ekki láta bólusetja sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ron Rivera vill að leikmenn Washington þiggi bólusetningu.
Ron Rivera vill að leikmenn Washington þiggi bólusetningu. getty/Scott Taetsch

Ron Rivera, þjálfari Washington í NFL-deildinni, er æfur yfir því hversu tregir leikmenn liðsins eru til að láta bólusetja sig.

Allt þjálfarateymi Washington er bólusett en ekki er sömu sögu að segja af leikmannahópi liðsins. Aðeins rétt rúmur helmingur hans er bólusettur. Og það fer í taugarnar á Rivera.

„Þetta er pirrandi því á síðasta tímabili vorum við númer eitt í baráttunni gegn covid. Allir leikmennirnir héldu sig inni í búbblunni, gerðu það sem þeir áttu að gera og aðeins tvö tilfelli komu upp, bæði hjá leikmönnum sem spiluðu ekki. En einhverra hluta vegna eru leikmenn tregir til að láta bólusetja sig núna,“ sagði Rivera.

Hann segir að leikmennirnir geti ekki bara hugsað um sjálfa sig þegar þeir ákveða að láta ekki bólusetja sig.

„Vonandi komum við þeim í skilning um að þetta er ekki bara fyrir þá heldur fyrir fólkið í kringum þá. Þetta er val hvers og eins en vonandi skipta þeir um skoðun og skilja hvað er undir. Ég er pirraður, mjög pirraður.“

Í síðustu viku var greint var frá því að liðum yrði dæmdur ósigur ef kórónuveirusmit kæmu upp hjá óbólusettum leikmönnum. Jafnframt sektar NFL óbólusetta leikmenn sem brjóta sóttvarnarreglur.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×