Gullið kom loksins hjá Ledecky en í kjölfarið á verstu frammistöðu ferilsins: „Hugsaði til ömmu og afa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:31 Katie Ledecky sést hér eftir að hún vann gullið í 1500 metra skriðsundi í nótt. AP/Petr David Josek Katie Ledecky vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt en þetta hafa þó ekki verið neinir draumaleikar hjá bandarísku sundstjörnunni. Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira