Gullið kom loksins hjá Ledecky en í kjölfarið á verstu frammistöðu ferilsins: „Hugsaði til ömmu og afa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:31 Katie Ledecky sést hér eftir að hún vann gullið í 1500 metra skriðsundi í nótt. AP/Petr David Josek Katie Ledecky vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt en þetta hafa þó ekki verið neinir draumaleikar hjá bandarísku sundstjörnunni. Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira