Gullið kom loksins hjá Ledecky en í kjölfarið á verstu frammistöðu ferilsins: „Hugsaði til ömmu og afa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:31 Katie Ledecky sést hér eftir að hún vann gullið í 1500 metra skriðsundi í nótt. AP/Petr David Josek Katie Ledecky vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt en þetta hafa þó ekki verið neinir draumaleikar hjá bandarísku sundstjörnunni. Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira