Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Arna Pálsdóttir skrifar 28. júlí 2021 09:00 Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Arna Pálsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun