Fór úr því að geta varla gengið í að vinna Ólympíugull Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:31 Tom Dean þurfti að yfirstíga margt til að ná gullinu í dag. Jean Catuffe/Getty Images Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana. Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira