Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:34 Svartir sandar eru í kringum Hjörleifshöfða. Mynd/Map.is Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris. Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris.
Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira