Lögreglan í Túnis ræðst inn á skrifstofur Al Jazeera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 11:32 Götur Túnis fylltust af fólki eftir að þing var rofið í gær. Getty/Khaled Nasraoui Lögreglan í Túnis réðist inn á skrifstofur fréttastofu Al Jazeera í höfuðborginni Túnis í morgun eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og rauf þing í gær. Allir starfsmenn fréttastofunnar voru reknir út af skrifstofunum. Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið. Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið.
Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira