Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:00 Gignac bar Frakka á herðum sér í dag. Zhizhao Wu/Getty Images Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi. Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira