Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 0 - 1 KA | KA-menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:41 KA-menn fagna eina marki leiksins. vísir/Hulda Margrét Erfiðar aðstæður voru á Domusnova vellinum í Breiðholtinu fyrr í dag þegar KA lagði Leikni Reykjavík, 1-0, í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn byrjaði með rólegasta móti. Leiknir byrjuðu með vindinn í bakið en þrátt fyrir það áttu KA-ingar frumkvæðið lang stærsta hluta fyrri hálfleiksins. Leiknir fengu fyrsta færi leiksins en það var Sævar Már, fyrirliðinn og markahæsti leikmaður Leiknis sem átti það þegar um þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Sævar fékk sendinguna rétt utan við teig KA og tók á rás inn á við en fékk truflun frá varnarmanni og tók því snöggt skot sem endaði í hönunum á Steinþóri Má. Þetta færi kveikti líf í liðunum, ásamt sólinni sem braust út í gegnum skýin í nokkrar sekúndur, og tóku KA-ingar sprettinn upp völlinn. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, fékk sendinguna í vítateigshornið og sótti sjálfur á markið. Guy Smit kom út á móti honum og nýtti Ásgeir sér það til þess að koma boltanum framhjá honum í fjær hornið. Hann kláraði þetta virkilega vel og kom sínum mönnum yfir 1-0, eftir korters leik. Eftir að hafa fengið á sig mark fóru Leiknir að sækja af meiri ákefð á mark KA. Þeir síðarnefndu fóru í kjölfarið að liggja meira til baka. Á 22. mínútu fengu akureyringarnir aukaspyrnu við miðjan völlinn en boltinn endaði þó í fótunum á Leikni sem sendu boltann fyrir markið. Boltinn lenti þó hjá Mikkel Qvist og þaðan endaði hann í höndunum á Steinþóri Má. Heimamenn voru allt annað en sáttir og vildu að dómarinn myndi dæma þetta sem sendingu á markmann. Steinþór Már Auðunsson átti mjög góðan leik í marki KA.vísir/Hulda Margrét Eftir þetta atvik urðu Leiknismenn virkilega þyrstir í að skora og sóttu þeir vel á mark andstæðinganna. Sævar Már átti góða marktilraun nokkrum mínútum síðar en Steinþór Már var gjörsamlega búinn að loka markinu. KA-ingar fengu engin færi það sem eftir leið af fyrri hálfleik en Leiknir áttu nokkur færi sem skiluðu þeim engu og gengu liðin inn í klefa eftir eina mínútu í uppbótartíma. KA voru mun ákveðnari fyrstu mínútur seinni hálfleiks en náðu þó ekki að skapa sér nein færi. Leiknir tóku svo við keflinu en þeir fengu aukaspyrnu rétt utan við teig KA. Emil Berger tók spyrnuna en boltinn endaði í fanginu á Steinþóri. Það leið ekki nema rétt tæp ein mínúta þar til önnur aukaspyrna var dæmd á sama stað sem Berger tók líka og endaði boltinn aftur í fanginu á Steinþóri. KA fengu loks færi á 61. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson fékk háa sendingu inn í teig og reyndi að skalla boltann í markið. Guy Smit sá við honum og ver. Tæpu korteri seinna var brotið harkalega á Sævari Má á leið hans í skyndisókn. Dómarinn flautaði en ekki aukaspyrnu heldur rangstæðu, öllum til mikillar furðu. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar og voru Leiknismenn orðnir stressaðir. Bæði lið byrjuðu að spila hratt og klaufalega og urðu færin ekki mikið fleiri það sem eftir leið leiks. Liðin skiptust á sóknum þar til loks var flautað til leiksloka og fögnuðu Akureyringarnir vel og innilega 1-0 sigri á útivelli. Bjarki Aðalsteinsson verst Hallgrími Mar Steingrímssyni.vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA? KA unnu leikinn heilt yfir á góðri vörn sinni, og þá aðallega í seinni hálfleik. Þeir voru fyrri til að finna taktinn og eftir skyndisókn Leiknis snemma leiks áttu þeir góða keyrslu sem skiluðu þeim eina marki leiksins. Eftir að að kom fóru þeir að spila meira til baka og var eins og markmiðið væri í raun bara að halda hreinu út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn og fyrirliði KA, Ásgeir Sigurgeirsson átti fínan leik í dag. Hann skoraði virkilega flott mark í byrjun leiks og tryggði sínum mönnum sigurinn. Hann var líflegur á vellinum og sýndi mikinn karakter fyrir sitt lið. Steinþór Már var frábær í marki KA en hann átti margar góðar vörslur í dag og tókst vel að stöðva fyrirgjafir Leiknis. Hvað gekk illa? Spilamennska beggja liða var ábótavant í dag. Illa gekk að spila á milli leikmanna og voru mörg góð færi ekki nýtt nógu vel. Leiknir voru óheppnir með að fá á sig mark úr skyndisókn snemma leiks. Einnig hefðu þeir mögulega átt að fá víti í seinni hálfleik þegar brotið er á Sólon Breka inni í teig KA. Sævar Atli, fyrirliði Leiknis, átti erfitt með að finna sig í leiknum en hann átti nokkur góð færi sem hann hefði getað nýtt betur. Hvað gerist næst? Á þriðjudaginn eftir rúma viku mæta KA-menn nýliðunum í Keflavík á heimavelli í 15. umferð Pepsi Max deildarinnar. Þann sama dag munu Leiknir fara í nágrannaslag við Árbæingana í Fylki. Sigurður: Ég hefði viljað ná að troða boltanum í markið Sigurður Heiðar Höskuldsson sagði óskiljanlegt að Leiknir hafi ekki náð að skora gegn KA.Hulda Margrét „Ég er hundfúll, svekktur yfir að við höfum ekki nýtt færin sem við fengum og nýtt yfirhöndina sem við vorum með í leiknum svona frá því að þeir skoruðu fyrsta markið.“ „Ég hefði viljað ná að troða boltanum í markið. Eins og ég segi þá er ég hundfúll og finnst eiginlega óskiljanlegt að við höfum tapað þessum leik miðað við yfirburðina. Einhvernveginn þá hafa KA oft spilað mikið betur og við höfum ekki getað nýtt það betur með að koma boltanum í markið. Það er bara rosalega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik.“ „Þetta var heilt yfir hörku leikur. Aðstæðurnar buðu upp á að þetta yrði mikið um pústra og þannig. Miðað við það og hvernig aðstæðurnar voru þá fannst mér við vera töluvert betri aðilinn. Ég er ánægður með mitt lið en það er voðalega svekkjandi að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Ásgeir: Ætlum bara að koma okkur eins hátt og við getum Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur með stigin þrjú. Spilamennskan var kannski ekkert sérstök en við byrjuðum samt vel en misstum þetta svo niður. En við silgdum þessu heim og það er það sem skiptir máli. Ég er virkilega ánægður með að hafa komið hingað í Breiðholtið og taka þrjú stigin, það eru ekki mörg lið sem eru búin að vera að gera það.“ „Það sem þarf að gera til þess að vinna leiki á móti Leikni eru skyndisóknir og tæklingar. Þeir eru grimmir og geta líka spilað boltanum vel. En við gerðum það sem þurfti til og það er svona grunnmyndin sem þarf skila og við gerðum það í dag.“ „Við erum komnir í góða stöðu og við ætlum bara að koma okkur eins hátt og við getum. Við erum með nógu gott lið til þess að vera á þessum stað og hærra og það er bara þannig.“ Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík KA
Erfiðar aðstæður voru á Domusnova vellinum í Breiðholtinu fyrr í dag þegar KA lagði Leikni Reykjavík, 1-0, í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn byrjaði með rólegasta móti. Leiknir byrjuðu með vindinn í bakið en þrátt fyrir það áttu KA-ingar frumkvæðið lang stærsta hluta fyrri hálfleiksins. Leiknir fengu fyrsta færi leiksins en það var Sævar Már, fyrirliðinn og markahæsti leikmaður Leiknis sem átti það þegar um þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Sævar fékk sendinguna rétt utan við teig KA og tók á rás inn á við en fékk truflun frá varnarmanni og tók því snöggt skot sem endaði í hönunum á Steinþóri Má. Þetta færi kveikti líf í liðunum, ásamt sólinni sem braust út í gegnum skýin í nokkrar sekúndur, og tóku KA-ingar sprettinn upp völlinn. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, fékk sendinguna í vítateigshornið og sótti sjálfur á markið. Guy Smit kom út á móti honum og nýtti Ásgeir sér það til þess að koma boltanum framhjá honum í fjær hornið. Hann kláraði þetta virkilega vel og kom sínum mönnum yfir 1-0, eftir korters leik. Eftir að hafa fengið á sig mark fóru Leiknir að sækja af meiri ákefð á mark KA. Þeir síðarnefndu fóru í kjölfarið að liggja meira til baka. Á 22. mínútu fengu akureyringarnir aukaspyrnu við miðjan völlinn en boltinn endaði þó í fótunum á Leikni sem sendu boltann fyrir markið. Boltinn lenti þó hjá Mikkel Qvist og þaðan endaði hann í höndunum á Steinþóri Má. Heimamenn voru allt annað en sáttir og vildu að dómarinn myndi dæma þetta sem sendingu á markmann. Steinþór Már Auðunsson átti mjög góðan leik í marki KA.vísir/Hulda Margrét Eftir þetta atvik urðu Leiknismenn virkilega þyrstir í að skora og sóttu þeir vel á mark andstæðinganna. Sævar Már átti góða marktilraun nokkrum mínútum síðar en Steinþór Már var gjörsamlega búinn að loka markinu. KA-ingar fengu engin færi það sem eftir leið af fyrri hálfleik en Leiknir áttu nokkur færi sem skiluðu þeim engu og gengu liðin inn í klefa eftir eina mínútu í uppbótartíma. KA voru mun ákveðnari fyrstu mínútur seinni hálfleiks en náðu þó ekki að skapa sér nein færi. Leiknir tóku svo við keflinu en þeir fengu aukaspyrnu rétt utan við teig KA. Emil Berger tók spyrnuna en boltinn endaði í fanginu á Steinþóri. Það leið ekki nema rétt tæp ein mínúta þar til önnur aukaspyrna var dæmd á sama stað sem Berger tók líka og endaði boltinn aftur í fanginu á Steinþóri. KA fengu loks færi á 61. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson fékk háa sendingu inn í teig og reyndi að skalla boltann í markið. Guy Smit sá við honum og ver. Tæpu korteri seinna var brotið harkalega á Sævari Má á leið hans í skyndisókn. Dómarinn flautaði en ekki aukaspyrnu heldur rangstæðu, öllum til mikillar furðu. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar og voru Leiknismenn orðnir stressaðir. Bæði lið byrjuðu að spila hratt og klaufalega og urðu færin ekki mikið fleiri það sem eftir leið leiks. Liðin skiptust á sóknum þar til loks var flautað til leiksloka og fögnuðu Akureyringarnir vel og innilega 1-0 sigri á útivelli. Bjarki Aðalsteinsson verst Hallgrími Mar Steingrímssyni.vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA? KA unnu leikinn heilt yfir á góðri vörn sinni, og þá aðallega í seinni hálfleik. Þeir voru fyrri til að finna taktinn og eftir skyndisókn Leiknis snemma leiks áttu þeir góða keyrslu sem skiluðu þeim eina marki leiksins. Eftir að að kom fóru þeir að spila meira til baka og var eins og markmiðið væri í raun bara að halda hreinu út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn og fyrirliði KA, Ásgeir Sigurgeirsson átti fínan leik í dag. Hann skoraði virkilega flott mark í byrjun leiks og tryggði sínum mönnum sigurinn. Hann var líflegur á vellinum og sýndi mikinn karakter fyrir sitt lið. Steinþór Már var frábær í marki KA en hann átti margar góðar vörslur í dag og tókst vel að stöðva fyrirgjafir Leiknis. Hvað gekk illa? Spilamennska beggja liða var ábótavant í dag. Illa gekk að spila á milli leikmanna og voru mörg góð færi ekki nýtt nógu vel. Leiknir voru óheppnir með að fá á sig mark úr skyndisókn snemma leiks. Einnig hefðu þeir mögulega átt að fá víti í seinni hálfleik þegar brotið er á Sólon Breka inni í teig KA. Sævar Atli, fyrirliði Leiknis, átti erfitt með að finna sig í leiknum en hann átti nokkur góð færi sem hann hefði getað nýtt betur. Hvað gerist næst? Á þriðjudaginn eftir rúma viku mæta KA-menn nýliðunum í Keflavík á heimavelli í 15. umferð Pepsi Max deildarinnar. Þann sama dag munu Leiknir fara í nágrannaslag við Árbæingana í Fylki. Sigurður: Ég hefði viljað ná að troða boltanum í markið Sigurður Heiðar Höskuldsson sagði óskiljanlegt að Leiknir hafi ekki náð að skora gegn KA.Hulda Margrét „Ég er hundfúll, svekktur yfir að við höfum ekki nýtt færin sem við fengum og nýtt yfirhöndina sem við vorum með í leiknum svona frá því að þeir skoruðu fyrsta markið.“ „Ég hefði viljað ná að troða boltanum í markið. Eins og ég segi þá er ég hundfúll og finnst eiginlega óskiljanlegt að við höfum tapað þessum leik miðað við yfirburðina. Einhvernveginn þá hafa KA oft spilað mikið betur og við höfum ekki getað nýtt það betur með að koma boltanum í markið. Það er bara rosalega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik.“ „Þetta var heilt yfir hörku leikur. Aðstæðurnar buðu upp á að þetta yrði mikið um pústra og þannig. Miðað við það og hvernig aðstæðurnar voru þá fannst mér við vera töluvert betri aðilinn. Ég er ánægður með mitt lið en það er voðalega svekkjandi að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Ásgeir: Ætlum bara að koma okkur eins hátt og við getum Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur með stigin þrjú. Spilamennskan var kannski ekkert sérstök en við byrjuðum samt vel en misstum þetta svo niður. En við silgdum þessu heim og það er það sem skiptir máli. Ég er virkilega ánægður með að hafa komið hingað í Breiðholtið og taka þrjú stigin, það eru ekki mörg lið sem eru búin að vera að gera það.“ „Það sem þarf að gera til þess að vinna leiki á móti Leikni eru skyndisóknir og tæklingar. Þeir eru grimmir og geta líka spilað boltanum vel. En við gerðum það sem þurfti til og það er svona grunnmyndin sem þarf skila og við gerðum það í dag.“ „Við erum komnir í góða stöðu og við ætlum bara að koma okkur eins hátt og við getum. Við erum með nógu gott lið til þess að vera á þessum stað og hærra og það er bara þannig.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti