Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 10:28 Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn. Getty Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“ Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“
Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira