Áhrifavaldarnir hafa endurheimt Instagram-reikninga sína Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 15:24 Áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Ástrós Trausta, Kristín Péturs og Dóra Júlía hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að óprúttinn aðili lokaði þeim fyrr í mánuðinum. Samsett Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Kristín Pétursdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjót. Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37