Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:33 Farið hefur verið um víðan völl í fyrstu seríu af þáttunum Á rúntinum. Samsett Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær. Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær.
Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira