Sport

Undradrengurinn ældi út um allt eftir vigtun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephen Thompson hress á vigtinni. Hann var ekki jafn hress eftir vigtunina.
Stephen Thompson hress á vigtinni. Hann var ekki jafn hress eftir vigtunina. getty/Louis Grasse

Bardagakappinn Stephen Thompson, eða Wonderboy eins og hann er jafnan kallaður, lenti í vandræðalegu atviki eftir vigtunina fyrir UFC 264.

Eftir vigtunina ældi Thompson nefnilega út um allt fyrir framan hina bardagakappana. Hann lýsti atvikinu á YouTube-síðu sinni.

„Við borðuðum og svo drakk ég einhverja fimm sjeika sem við þurftum að drekka auk vatns,“ sagði Thompson.

„Ég sat þarna með pabba mínum og nokkrum bardagamönnum. Síðan gerðist eitthvað fyrir mig. Ég ældi út um allt fyrir framan allt UFC-liðið.“

Þrátt fyrir þetta atvik mætti Thompson til leiks gegn Gilbert Burns, þeim sama og sigraði Gunnar Nelson í Kaupmannahöfn fyrir tæpum tveimur árum. Burns vann Thompson á stigum (29-28, 29-28, 29-28).

Thompson, sem er 38 ára, hefur unnið sextán af 22 bardögum sínum á ferlinum, þar af sjö með rothöggi.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×