Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 10:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ferðaskrifstofu Íslands til greiðslu rúmlega 2,6 milljóna króna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira