Þrettán ára drengur myrtur í skólanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 08:09 Talið er að sextán ára gamall drengur hafi myrt þrettán ára gamlan skólabróður sinn í gær. Getty/Joseph Nair Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær. Talið er að drengurinn hafi verið myrtur með öxi, sem hald var lagt á í skólanum í gær. Sextán ára samnemandi hans var handtekinn stuttu eftir að líkið fannst en ekki er talið að drengirnir hafi þekkst. Talið er að meintur morðingi hafi keypt öxina á internetinu. Svo alvarlegt ofbeldi er óalgengt í skólum í Singapúr, en þar er glæpatíðnin meðal lægstu í heimi. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu. Eftir að lík drengsins fannst var skólanum, River Valley High School, lokað tímabundið og öllum nemendum haldið inni í kennslustofum. Breska ríkisútvarpið segir að nemendurngir, sem hafi verið lokaðir inni, hafi sent foreldrum og vinum sínum skilaboð um að manneskja vopnuð öxi væri inni í skólanum. Mikil hræðsla hafi gripið um sig meðal nemenda. Þeim var hleypt heim eftir nokkra bið en samnemandi þeirra handtekinn. Hinn meinti morðingi var leiddur fyrir dómara í Singapúr í morgun en hann gæti átt dauðrefsingu yfir höfði sér. Þó er það talið ólíklegt, þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri, og er talið að hann muni að mestu sæta ævilöngum fangelsisdómi. Saksóknarar óskuðu eftir því við dómara að drengurinn yrði sendur strax í sálfræðilegt mat. Drengurinn er sagður hafa verið inni á geðdeild áður eftir að hann reyndi að taka eigið líf árið 2019. Hvorki er hægt að nafngreina myrta drenginn né þann sem talið er að hafi myrt hann þar sem hvorugur hefur náð átján ára aldri. Singapúr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Talið er að drengurinn hafi verið myrtur með öxi, sem hald var lagt á í skólanum í gær. Sextán ára samnemandi hans var handtekinn stuttu eftir að líkið fannst en ekki er talið að drengirnir hafi þekkst. Talið er að meintur morðingi hafi keypt öxina á internetinu. Svo alvarlegt ofbeldi er óalgengt í skólum í Singapúr, en þar er glæpatíðnin meðal lægstu í heimi. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu. Eftir að lík drengsins fannst var skólanum, River Valley High School, lokað tímabundið og öllum nemendum haldið inni í kennslustofum. Breska ríkisútvarpið segir að nemendurngir, sem hafi verið lokaðir inni, hafi sent foreldrum og vinum sínum skilaboð um að manneskja vopnuð öxi væri inni í skólanum. Mikil hræðsla hafi gripið um sig meðal nemenda. Þeim var hleypt heim eftir nokkra bið en samnemandi þeirra handtekinn. Hinn meinti morðingi var leiddur fyrir dómara í Singapúr í morgun en hann gæti átt dauðrefsingu yfir höfði sér. Þó er það talið ólíklegt, þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri, og er talið að hann muni að mestu sæta ævilöngum fangelsisdómi. Saksóknarar óskuðu eftir því við dómara að drengurinn yrði sendur strax í sálfræðilegt mat. Drengurinn er sagður hafa verið inni á geðdeild áður eftir að hann reyndi að taka eigið líf árið 2019. Hvorki er hægt að nafngreina myrta drenginn né þann sem talið er að hafi myrt hann þar sem hvorugur hefur náð átján ára aldri.
Singapúr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira