Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 07:30 Giannis í baráttunni við LeBron á síðasta ári. Sá síðarnefndi var kominn í úrslitaeinvígi NBA áður en Giannis var farinn að leika sér með körfubolta. Harry How/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira