Hin 17 ára gamla Coco Gauff hefur bæst við fjölda tennisspilara sem hafa þurft að draga sig úr keppni þar sem hún greindist með kórónuveiruna. Hún staðfesti þetta sjálfs á samfélagsmiðlum.
„Mér þykir leitt að tilkynna að ég greindist með Covid-19 og mun því ekki geta tekið þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það hefur alltaf verið draumur minn að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. Vonandi verða fleiri tækifæri til þess í framtíðinni,“ sagði Gauff á Twitter-síðu sinni.
— Coco Gauff (@CocoGauff) July 18, 2021
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gauff gert það gott undanfarin tvö ár og situr í 25. sæti heimslistans.
Hún er ekki fyrsta nafnið sem þarf að draga sig úr keppni en stórstjörnur á borð við Serenu Williams, Simona Halep, Roger Federer og Rafael Nadal munu ekki keppa á leikunum í ár.