Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 13:53 Diljá Sigurðardóttir og Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Aðsend/Vísir/Egill Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný. Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný.
Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira