Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið er byrjað aftur eftir hlé, enn og aftur. Skjáskot Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum