Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur og lagt hald á kannabis að virði hundrað milljóna. Talið er að skipulagður glæpahópur sé að verki.

Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Hann íhugar að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf.

Og meira af lögreglumálum en innbrotshrina gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og hafa yfir hundraðþjófnaðir og innbrot verið tilkynnt á síðustu tveimur mánuðum. Lögregla biðlar til fólks að vera á verði.

Um fimmtíu hafa látist og tuga er saknað í hamfaraflóðum í Vestur þýskalandi við heyrum í nokkrum íbúum svæðanna. Einn þeirra líkir eyðileggingunni við síðari heimstyrjöld.

Við förum einnig yfir stöðuna á hlutabréfamarkaði en hlutabréf hafa hækkað gríðarlega síðustu misseri.

Þetta og margt fleira Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×