„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 11:31 Valur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, rétt eftir að leik Þróttar og FH lýkur. vísir/Elín Björg „Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld. Liðin sem barist hafa um Íslandsmeistaratitilinn síðustu ár, Valur og Breiðablik, mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Vegleg útsending frá leiknum verður á Stöð 2 Sport þar sem Gummi Ben lýsir og Helena Ólafsdóttir verður með landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson sér til fulltingis niðri á velli fyrir og eftir leik. Síðast þegar liðin mættust vann Breiðablik ótrúlegan 7-3 sigur. Eins og Mist bendir á hefur fyrirsjáanleikinn verið nánast enginn á þessu knattspyrnusumri og þó að liðin séu efst í Pepsi Max-deildinni hafa þau sýnt harla lítinn stöðugleika svo allt virðist geta gerst í kvöld: „Ég held þó að Blikar vinni aftur en ég held að þetta verði frekar „venjulegur“ fótboltaleikur í þetta sinn. Þetta gæti farið 2-0 eða 2-1. Blikaliðið nær að gíra sig betur upp í þessa stóru leiki, er brútalt og vægðarlaust. Þó að Valskonur gefi þeim hörkuleik þá verða það aftur Agla María og Áslaug Munda sem gera útslagið,“ segir Mist, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Sjaldséð bræði Elínar Mettu og Ásdís Karen einnig í banni Valur er án Elínar Mettu Jensen og Ásdísar Karenar Halldórsdóttur eftir afdrifaríkan uppbótartíma í sigrinum gegn ÍBV í 8-liða úrslitum. Elín Metta sótti sér tvö gul spjöld og þar með rautt, en þá var þó enn tími til stefnu fyrir Ásdísi til að fá sitt annað gula spjald í keppninni. Myndband af því þegar Elín Metta fékk rauða spjaldið má sjá hér að neðan. Klippa: Elín Metta sá rautt í Eyjum „Þetta var mjög kjánalegt, og Elín Metta hefur ekki fengið rautt spjald síðan í U19-verkefni árið 2014. Hún fær fullt af gulum spjöldum, því hún djöflast og lætur finna fyrir sér sem er gott og blessað, en það var rosalega úr karakter að fá þetta rauða spjald. En eins og síðasti leikur Vals og Breiðabliks spilaðist þá leið Blikunum ágætlega með að loka á Elínu og ýta henni svolítið frá markinu. Mögulega verður það bara styrkur að fá Cyeru [Hintzen] inn, sem Blikarnir þekkja ekki, og svo kannski Ídu Marín í stað Ásdísar Karenar. Ída Marín hefur verið að spila betur upp á síðkastið og hefur fullt af gæðum. Svo gæti Clarissa Larisey komið þarna inn. Hún virðist ekki alveg nógu líkamlega sterk en ef að Cyera hefur það gæti hraði Clarissu notið sín betur,“ segir Mist. Breiðablik skoraði sjö mörk gegn Val þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni en það gerist ekki aftur í kvöld, segir Mist Rúnarsdóttir.Vísir/Elín Björg Hintzen gæti valdið Blikum vandræðum Sóknarmaðurinn Cyera Hintzen og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen bættust nýverið í leikmannahóp Vals. „Maður hefur ekki séð mikið til Cyeru en þó það að það er hraði og kraftur í henni. Hún er ákveðinn X-faktor sem gæti verið góður fyrir Val í þessum leik. Liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera fyrirsjáanlegt, með hægar sóknir, en þarna er kominn X-faktor sem getur breytt hlutunum. Eitthvað sem Blikar þekkja ekki inn á. Lára Kristín hefur líka komið mjög sterk inn og með öðruvísi drifkraft inn á miðjuna.“ Áttu ekki séns í Öglu Maríu og Áslaugu Mundu Eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik gegn Blikum er samt nokkuð ljóst að vandi Vals liggur frekar í varnarleiknum: „Það sem Valur klikkaði algjörlega á í síðasta leik gegn Blikum var að liðið átti ekki séns í hraðann hjá þeim. Það verður áfram aðalsvopn Blikanna enda Agla María og Áslaug Munda búnar að vera stórkostlegar. Ég hef samt ekki áhyggjur af því að Valskonur leysi þetta ekki mikið betur núna. Þær voru gjörsamlega á hælunum. Innkoma Láru á miðsvæðið mun létta mikið á. Svo er leikmaður eins og Mary Alice Vignola, sem var nú bara „ekki með“ í fyrstu sjö leikjum tímabilsins, að komast betur í gang, og getur því ráðið betur við hraða Blika.“ Agla María Albertsdóttir fór illa með Valskonur á Hlíðarenda fyrr í sumar.Vísir/Elín Björg Blikar spila vel á móti bestu liðunum Breiðablik hefur bætt við sig belgísku landsliðskonunni Chloé Vande Velde frá síðasta leik við Val. Íslandsmeistararnir hafa verið mjög óstöðugir en Mist bendir á að gegn betri liðum landsins hafi þeir staðið sig vel: „Blikar hafa spilað vel á móti bestu liðunum en klikkað á móti liðunum sem spila mjög þétt aftur og mjög beint fram – liðum sem ráðast á Blika eftir að þeir hafa misst boltann; langur bolti í gegn og hafsentar út úr stöðu. Valsararnir gætu reynt að vinna eitthvað með það. Til að skora gegn Blikum þarf að ná þeim úr jafnvægi, koma hratt á þær, því þeim líður ágætlega þegar þær ná að stilla upp í vörn. Mér finnst Vande Velde ekki hafa náð að taka þau gæði sem hún á að hafa inn í leiki. Sömuleiðis er Taylor Ziemer augljóslega með mjög góðan fót, og búin að skora nokkur fín mörk, en fyrir utan það finnst mér ekkert brjáluð vinnsla í henni og hún ekki verið neitt frábær. Agla María og Áslaug Munda munu áfram sjá um allt í sóknarleik Blika en það verður áhugavert að sjá varnarleikinn þeirra sem hefur verið svo mikið „upp og niður“ – hvort hann sé eitthvað að skána. Þær fengu jú þrátt fyrir allt á sig þrjú mörk gegn Val.“ Báðir leikirnir í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna verða á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst mætast Þróttur og FH klukkan 18 og svo Breiðablik og Valur klukkan 20.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Valur Breiðablik Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Liðin sem barist hafa um Íslandsmeistaratitilinn síðustu ár, Valur og Breiðablik, mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Vegleg útsending frá leiknum verður á Stöð 2 Sport þar sem Gummi Ben lýsir og Helena Ólafsdóttir verður með landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson sér til fulltingis niðri á velli fyrir og eftir leik. Síðast þegar liðin mættust vann Breiðablik ótrúlegan 7-3 sigur. Eins og Mist bendir á hefur fyrirsjáanleikinn verið nánast enginn á þessu knattspyrnusumri og þó að liðin séu efst í Pepsi Max-deildinni hafa þau sýnt harla lítinn stöðugleika svo allt virðist geta gerst í kvöld: „Ég held þó að Blikar vinni aftur en ég held að þetta verði frekar „venjulegur“ fótboltaleikur í þetta sinn. Þetta gæti farið 2-0 eða 2-1. Blikaliðið nær að gíra sig betur upp í þessa stóru leiki, er brútalt og vægðarlaust. Þó að Valskonur gefi þeim hörkuleik þá verða það aftur Agla María og Áslaug Munda sem gera útslagið,“ segir Mist, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Sjaldséð bræði Elínar Mettu og Ásdís Karen einnig í banni Valur er án Elínar Mettu Jensen og Ásdísar Karenar Halldórsdóttur eftir afdrifaríkan uppbótartíma í sigrinum gegn ÍBV í 8-liða úrslitum. Elín Metta sótti sér tvö gul spjöld og þar með rautt, en þá var þó enn tími til stefnu fyrir Ásdísi til að fá sitt annað gula spjald í keppninni. Myndband af því þegar Elín Metta fékk rauða spjaldið má sjá hér að neðan. Klippa: Elín Metta sá rautt í Eyjum „Þetta var mjög kjánalegt, og Elín Metta hefur ekki fengið rautt spjald síðan í U19-verkefni árið 2014. Hún fær fullt af gulum spjöldum, því hún djöflast og lætur finna fyrir sér sem er gott og blessað, en það var rosalega úr karakter að fá þetta rauða spjald. En eins og síðasti leikur Vals og Breiðabliks spilaðist þá leið Blikunum ágætlega með að loka á Elínu og ýta henni svolítið frá markinu. Mögulega verður það bara styrkur að fá Cyeru [Hintzen] inn, sem Blikarnir þekkja ekki, og svo kannski Ídu Marín í stað Ásdísar Karenar. Ída Marín hefur verið að spila betur upp á síðkastið og hefur fullt af gæðum. Svo gæti Clarissa Larisey komið þarna inn. Hún virðist ekki alveg nógu líkamlega sterk en ef að Cyera hefur það gæti hraði Clarissu notið sín betur,“ segir Mist. Breiðablik skoraði sjö mörk gegn Val þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni en það gerist ekki aftur í kvöld, segir Mist Rúnarsdóttir.Vísir/Elín Björg Hintzen gæti valdið Blikum vandræðum Sóknarmaðurinn Cyera Hintzen og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen bættust nýverið í leikmannahóp Vals. „Maður hefur ekki séð mikið til Cyeru en þó það að það er hraði og kraftur í henni. Hún er ákveðinn X-faktor sem gæti verið góður fyrir Val í þessum leik. Liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera fyrirsjáanlegt, með hægar sóknir, en þarna er kominn X-faktor sem getur breytt hlutunum. Eitthvað sem Blikar þekkja ekki inn á. Lára Kristín hefur líka komið mjög sterk inn og með öðruvísi drifkraft inn á miðjuna.“ Áttu ekki séns í Öglu Maríu og Áslaugu Mundu Eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik gegn Blikum er samt nokkuð ljóst að vandi Vals liggur frekar í varnarleiknum: „Það sem Valur klikkaði algjörlega á í síðasta leik gegn Blikum var að liðið átti ekki séns í hraðann hjá þeim. Það verður áfram aðalsvopn Blikanna enda Agla María og Áslaug Munda búnar að vera stórkostlegar. Ég hef samt ekki áhyggjur af því að Valskonur leysi þetta ekki mikið betur núna. Þær voru gjörsamlega á hælunum. Innkoma Láru á miðsvæðið mun létta mikið á. Svo er leikmaður eins og Mary Alice Vignola, sem var nú bara „ekki með“ í fyrstu sjö leikjum tímabilsins, að komast betur í gang, og getur því ráðið betur við hraða Blika.“ Agla María Albertsdóttir fór illa með Valskonur á Hlíðarenda fyrr í sumar.Vísir/Elín Björg Blikar spila vel á móti bestu liðunum Breiðablik hefur bætt við sig belgísku landsliðskonunni Chloé Vande Velde frá síðasta leik við Val. Íslandsmeistararnir hafa verið mjög óstöðugir en Mist bendir á að gegn betri liðum landsins hafi þeir staðið sig vel: „Blikar hafa spilað vel á móti bestu liðunum en klikkað á móti liðunum sem spila mjög þétt aftur og mjög beint fram – liðum sem ráðast á Blika eftir að þeir hafa misst boltann; langur bolti í gegn og hafsentar út úr stöðu. Valsararnir gætu reynt að vinna eitthvað með það. Til að skora gegn Blikum þarf að ná þeim úr jafnvægi, koma hratt á þær, því þeim líður ágætlega þegar þær ná að stilla upp í vörn. Mér finnst Vande Velde ekki hafa náð að taka þau gæði sem hún á að hafa inn í leiki. Sömuleiðis er Taylor Ziemer augljóslega með mjög góðan fót, og búin að skora nokkur fín mörk, en fyrir utan það finnst mér ekkert brjáluð vinnsla í henni og hún ekki verið neitt frábær. Agla María og Áslaug Munda munu áfram sjá um allt í sóknarleik Blika en það verður áhugavert að sjá varnarleikinn þeirra sem hefur verið svo mikið „upp og niður“ – hvort hann sé eitthvað að skána. Þær fengu jú þrátt fyrir allt á sig þrjú mörk gegn Val.“ Báðir leikirnir í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna verða á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst mætast Þróttur og FH klukkan 18 og svo Breiðablik og Valur klukkan 20.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Valur Breiðablik Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira