Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:55 Arnar Gunnlaugsson hefði viljað taka öll stigin í kvöld. Vísir/Bára Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. „Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
„Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21