Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:55 Arnar Gunnlaugsson hefði viljað taka öll stigin í kvöld. Vísir/Bára Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. „Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21