Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 13:34 Frá mótmælum í Havana á sunudaginn. AP/Eliana Aponte Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar. Kúba Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar.
Kúba Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira