Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 13:34 Frá mótmælum í Havana á sunudaginn. AP/Eliana Aponte Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar. Kúba Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar.
Kúba Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira