Vissi ekki að hann hafði tryggt Ítölum titilinn þegar hann varði frá Saka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 13:30 Gianluigi Donnarumma í þann mund sem hann áttaði sig á því Ítalir væru orðnir Evrópumeistarar. getty/Nick Potts Athygli vakti að Gianluigi Donnarumma fagnaði ekki strax eftir að hann tryggði Ítalíu Evrópumeistaratitilinn með því að verja vítaspyrnu Bukayos Saka í leiknum gegn Englandi. Ástæðan er nokkuð skondin. Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00
Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01