Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:31 Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er ekki vel til vina. getty/Stephen McCarthy Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib. MMA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira
Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib.
MMA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira