Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin um alla Kúbu um helgina. EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi. Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi.
Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59