Heiðar Birnir tók við af Bjarna Jóhannssyni eftir síðustu leiktíð en hann lætur af störfum að eigin ósk.
Í frétt á heimasíðu Vestra er Heiðari þakkað fyrir mikið og gott samstarf en hann var aðstoðarþjálfari Bjarna þar áður.
Leit að eftirmanni Heiðars er hafin en Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig.
Heiðar Birnir lætur af störfum sem aðalþjálfari Vestra!https://t.co/GOTVccyWBg
— Vestri - Fótbolti (@VestriF) July 12, 2021