Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Bardagi þeirra Conors McGregor og Dustins Poirier um helgina var ekki langur. getty/Jeff Bottari Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn. MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn.
MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira