Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 11:01 Jack Grealish vildi taka víti í vítakeppninni en var ekki valinn til verksins. getty/Nick Potts Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira