Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:01 Ensku leikmennirnir hughreysta Bukayo Saka eftir vítaklúður hans í úrslitaleik EM í gær. getty/Carl Recine José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira