Þungvopnuð á hóteli skömmu fyrir stjörnuleikinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 23:09 Starfsmaður Maven-hótelsins mun hafa séð byssurnar og tilkynnt þær til lögreglu. AP/Davud Zalubowski Lögregluþjónar í Denver í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn fjóra á hóteli í borginni og lögðu hald á fjölda skotvopna og hundruð byssukúlna. Stjörnuleikur hafnaboltadeildar Bandaríkjanna fer fram í Denver á þriðjudaginn og er talið mögulegt að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira