Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 13:11 Flokksmenn Katrínar vilja ekki endurtaka leikinn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. vísir/vilhelm Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira